Erlent

Aukin bjartsýni á samkomulag

Aukin bjartsýni ríkir nú um að samkomulag náist á milli harðlínuflokka mótmælenda og kaþólikka um myndun nýrrar heimastjórnar á Norður-Írlandi. Enn á eftir að leysa ýmis vandamál en talið er að samkomulag geti náðst fyrir jól. "Það er nú eða aldrei," sagði Ian Paisley, leiðtogi sambandssinna, DUP, eftir að hann fundaði með Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, í gær, og ítrekaði að Írski lýðveldisherinn, IRA, yrði að afvopnast til að samkomulag næðist. "Samkomulag gæti náðst í dag ef viljinn væri fyrir hendi. Við viljum ekki einu sinni hugsa út í að árangur náist ekki," sagði Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, og sagði vandann liggja í tregðu DUP til að vinna með Sinn Fein.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×