Sport

Ólafur Ingi til Gröningen

Ólafur Ingi Skúlason, fyrirliði U-21 árs landsliðs Íslands og leikmaður Arsenal, er á leið til hollenska liðsins Gröningen. Arsenal náði samkomulagi í morgun við Gröningen um söluverð á Ólafi Inga sem er í kringum 10 milljónir króna samkvæmt heimildum íþróttadeildar en upphaflega krafðist Arsenal að fá um 45 milljónir króna fyrir leikmanninn. Að sögn Ólafs Garðarssonar, lögfræðings og umboðsmanns Ólafs Inga Skúlasonar, á einungis eftir að ganga frá smáatriðum hvað varðar söluna, eins og t.d. prósentur af söluverði ef Gröningen selur Ólaf Inga áfram. Ólafur Ingi á einnig eftir að ganga frá að semja um kaup og kjör við Gröningen en Ólafur Garðarsson reiknaði með að gengið yrði frá lausum endum í þessari viku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×