Sport

Diouf heldur ekki munnvatni

"Seint læra sumir en læra þó" segir gamall málsháttur sem ekki á neinn hátt getur átt við senegalska knattspyrnumanninn El Hadji-Diouf sem í dag var sektaður af Bolton um 60.000 pund eða 2 vikna laun. Diouf sem leikur sem lánsmaður hjá Bolton frá Liverpool gerði sig sekan um að hrækja á Arjan De Zeeuw, fyrirliða Portsmouth í leik liðanna í gær. Þetta er í þrijða sinn sem Diouf lendir í vandræðum fyrir að hrækja á fólk og má hann nú fastlega búast við nokkurra leikja banni fyrir heimskupar sitt. Fyrir rúmu ári var Senegalinn dæmdur til samfélagsþjónustu eftir að hann hrækti á áhorfendur í Glasgow í leik með Liverpool gegn Celtic. Í síðasta mánuði hrækti hann svo á 11 ára gamlan strák, stuðningsmann Middlesbrough í leik með Bolton. Sjónvarpslýsendur á leiknum lýstu viðbrögðum sínum á atvikinu með hneykslan. Alan Hansen sagði hegðun Diouf vera "fyrirlitlega" og Alan Shearer sagði að "lægra kæmist maður ekki".  Diouf sá sig knúinn til að gefa út opinbera afsökunarbeiðni til Arjan De Zeeuw og Portsmouth en ekki er mikið mark tekið á orðum leikmannsins sem virðist alls ekki læra af  fjölmörgum fyrri mistökum sínum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×