Sport

Redknapp hættur hjá Portsmouth

Harry Redknapp sagði í dag upp sem knattspyrnustjóri Portsmouth. Hann tók það þó fram að ákvörðunin kæmi alfarið frá honum og að ekkert hefði verið þrýst á hann. Hinn 57-ára Redknapp viðurkenndi þó að hann væri ekki alveg hættur í boltanum. Ákvörðunin kemur nokkuð á óvart, en fyrr í morgun hafði Jim Smith, aðstoðarmaður Redknapp, sagt starfi sínu lausu. Árangur Portsmouth undir stjórn Redknapp er athyglisverður, en liðið er í efri hlutanum í úrvaldsdeildinni og var Redknapp til að mynda valinn stjóri október mánaðar eftir að lið hans hafði farið ósigrað í gegnum mánuðinn þar sem þeir sigruðu meðal annars Manchester United. Redknapp var hinsvegar ekki ánægður með ráðningu Velimir Zajec sem yfirmann knattspyrnumála, en Zajec mun einmitt stýra liðinu í næstu leikjum þar til eftirmaður Redknapp er fundinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×