Sport

Hættir Larson?

Svíinn Henrik Larsson hjá Barcelona segist íhuga það alvarlega að leggja skóna á hilluna. Larsson meiddist á hné gegn Real Madrid um helgina og talið að krossband hafi skaddast og verður Larsson frá í hálft ár amk. Börsungar brugðust við þeim fréttum í morgun með því að framlengja samning Larsson um eitt ár. Samningur Larsson var til júní 2005 og átti að framlengjast sjálfkrafa um eitt ár ef Larsson næði að spila 60 prósent af leikjum félagsins. Í ljósi þessara alvarlegu meiðsla nær Larsson ekki tilætluðum leikjafjölda en Barcelona hefur samt sem áður framlengt samninginn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×