Stórleikir í Hópbílabikarnum 19. nóvember 2004 00:01 Undanúrslitin í Hópbílarbikar kvenna í körfuknattleik fer fram í Laugardalshöll í dag. Fyrst mætast ÍS og Haukar en í seinni leiknum munu Grindvíkingar keppa við Keflavík. Keflavíkurstúlkur hafa verið í algjörum sérflokki í deildinni í vetur og unnið alla sex leiki sína. Sverrir Þór Sverrisson, sem ráðinn var þjálfari liðsins í sumar, hefur haldið vel utan um sterkan leikmannahóp Keflavíkur sem mætti með breytt lið til leiks í vetur. Erla Þorsteinsdóttir og Erla Reynisdóttir sögðu skilið við Keflavík og leika með Grindavík í vetur. Hafa Keflvíkingar fundið leiðir til að fylla það skarð sem þær skildu eftir sig og hefur meira mætt á leikmönnum á borð við Maríu Erlingsdóttur og Rannveigu Randversdóttur. Að auki hefur Reshea Bristol fallið vel inn í leik liðsins og hefur hún reynst Keflavíkurliðinu mikill fengur. @.mfyr:Á byrjunarreit í leiknum Grindavík hefur staðið í ströngu í þjálfaramálum en engu að síður staðið sig með ágætum í vetur. Erlurnar tvær hafa þó ekki fundið sig sem skyldi og eiga enn eftir að finna taktinn með liðinu. Þjálfaramálin hafa sjálfsagt haft sitt að segja með þau mál og fróðlegt að sjá hvað úr verður í viðureigninni við Keflavík í dag. Liðin tvö mættust á heimavelli Grindavíkur í lok október og hafði Keflavík betur í þeim slag, 54-71. "Það segir þó ekkert um muninn á þessum tveimur liðum," sagði Rannveig Randversdóttir, leikmaður Keflavíkurliðsins. "Síðan þá er nýr þjálfari tekinn við þeim sem hefur væntanlega breytt leik liðsins. Við verðum því á byrjunarreit þegar flautað verður til leiks í dag." Rannveig, sem hefur skorað 9 stig, tekið 5 fráköst, gefið 3,5 stoðsendingar og stolið 3,1 bolta að meðaltali í leik, lætur mjög vel af hinu breytta liði Keflavíkur. "Sverrir hefur góða yfirsýn á hvað hann getur náð úr hverjum einasta leikmanni. Að auki hefur Reshea komið sterk inn og leikskilningur hennar hefur reynt á allar í liðinu. Maður veit í raun aldrei hvað hún tekur upp á og oft fær maður boltann í hendurnar úr ólíklegustu stöðum." @.mfyr:Reynslan meiri hjá ÍS Hið reynslumikla lið ÍS mætir ungu og frísku liði Hauka. ÍS, sem er í öðru sæti deildarinnar í vetur, hefur að skipa öfluga leikmenn á borð við Öldu Leif Jónsdóttur og Signýju Hermansdóttur, en Haukar tefla fram stúlkum sem eru allar undir tvítugu. Það er því óhætt að fullyrða að framtíðin sé björt í kvennakörfunni í Hafnarfirði. Liðin tvö hafa mæst í tvígang í deildinni og hafa sveiflurnar verið töluverðar. ÍS vann fyrir leikinn með 46 stiga mun en Haukastúlkur sigruðu á mánudaginn var í framlengingu. Lið ÍS er staðráðið að sanna að sá leikur hafi verið slys. "Við höfum tækifæri til þess í dag og ætlum ekki að láta það úr greipum ganga," sagði Alda Leif Jónsdóttir, leikmaður ÍS. "Liðin spila ekki ósvipaðan bolta en við höfum reynsluna fram yfir Hauka. Við viljum meina að við séum með besta liðið ásamt Keflavík og erum ákveðnar í að taka þennan titil." Íþróttir Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Sigursteinn framlengir við FH „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Ten Hag rekinn frá Leverkusen Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ „Maður verður að telja það sterkt andlega“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Lazio í stuði og óvænt tap Inter Sjá meira
Undanúrslitin í Hópbílarbikar kvenna í körfuknattleik fer fram í Laugardalshöll í dag. Fyrst mætast ÍS og Haukar en í seinni leiknum munu Grindvíkingar keppa við Keflavík. Keflavíkurstúlkur hafa verið í algjörum sérflokki í deildinni í vetur og unnið alla sex leiki sína. Sverrir Þór Sverrisson, sem ráðinn var þjálfari liðsins í sumar, hefur haldið vel utan um sterkan leikmannahóp Keflavíkur sem mætti með breytt lið til leiks í vetur. Erla Þorsteinsdóttir og Erla Reynisdóttir sögðu skilið við Keflavík og leika með Grindavík í vetur. Hafa Keflvíkingar fundið leiðir til að fylla það skarð sem þær skildu eftir sig og hefur meira mætt á leikmönnum á borð við Maríu Erlingsdóttur og Rannveigu Randversdóttur. Að auki hefur Reshea Bristol fallið vel inn í leik liðsins og hefur hún reynst Keflavíkurliðinu mikill fengur. @.mfyr:Á byrjunarreit í leiknum Grindavík hefur staðið í ströngu í þjálfaramálum en engu að síður staðið sig með ágætum í vetur. Erlurnar tvær hafa þó ekki fundið sig sem skyldi og eiga enn eftir að finna taktinn með liðinu. Þjálfaramálin hafa sjálfsagt haft sitt að segja með þau mál og fróðlegt að sjá hvað úr verður í viðureigninni við Keflavík í dag. Liðin tvö mættust á heimavelli Grindavíkur í lok október og hafði Keflavík betur í þeim slag, 54-71. "Það segir þó ekkert um muninn á þessum tveimur liðum," sagði Rannveig Randversdóttir, leikmaður Keflavíkurliðsins. "Síðan þá er nýr þjálfari tekinn við þeim sem hefur væntanlega breytt leik liðsins. Við verðum því á byrjunarreit þegar flautað verður til leiks í dag." Rannveig, sem hefur skorað 9 stig, tekið 5 fráköst, gefið 3,5 stoðsendingar og stolið 3,1 bolta að meðaltali í leik, lætur mjög vel af hinu breytta liði Keflavíkur. "Sverrir hefur góða yfirsýn á hvað hann getur náð úr hverjum einasta leikmanni. Að auki hefur Reshea komið sterk inn og leikskilningur hennar hefur reynt á allar í liðinu. Maður veit í raun aldrei hvað hún tekur upp á og oft fær maður boltann í hendurnar úr ólíklegustu stöðum." @.mfyr:Reynslan meiri hjá ÍS Hið reynslumikla lið ÍS mætir ungu og frísku liði Hauka. ÍS, sem er í öðru sæti deildarinnar í vetur, hefur að skipa öfluga leikmenn á borð við Öldu Leif Jónsdóttur og Signýju Hermansdóttur, en Haukar tefla fram stúlkum sem eru allar undir tvítugu. Það er því óhætt að fullyrða að framtíðin sé björt í kvennakörfunni í Hafnarfirði. Liðin tvö hafa mæst í tvígang í deildinni og hafa sveiflurnar verið töluverðar. ÍS vann fyrir leikinn með 46 stiga mun en Haukastúlkur sigruðu á mánudaginn var í framlengingu. Lið ÍS er staðráðið að sanna að sá leikur hafi verið slys. "Við höfum tækifæri til þess í dag og ætlum ekki að láta það úr greipum ganga," sagði Alda Leif Jónsdóttir, leikmaður ÍS. "Liðin spila ekki ósvipaðan bolta en við höfum reynsluna fram yfir Hauka. Við viljum meina að við séum með besta liðið ásamt Keflavík og erum ákveðnar í að taka þennan titil."
Íþróttir Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Sigursteinn framlengir við FH „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Ten Hag rekinn frá Leverkusen Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ „Maður verður að telja það sterkt andlega“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Lazio í stuði og óvænt tap Inter Sjá meira