Sport

Rooney til vandræða.

Það gekk ekki vel hjá Englendingum í fyrri hálfleik gegn Spánverjum í vináttuleik liðanna nú í kvöld. Asier Del Horno, leikmðar Bilbao, skoraði eina mark fyrri hálfleiks með góðu skallamarki, en Englendingar eru þó heppnir að vera aðeins einu marki undir því gulldrengurinn Raul lét Paul Robinson verja frá sér vítaspyrnu. Það sem bar þó helst til tíðinda í fyrri hálfleiknum var hegðun Wayne Rooney. Hann var bókaður fyrir að ýta kjánalega við Iker Casillas markverði Spánverja og var svo heppinn að fá ekki annað gult spjald fyrir brot á Carlos Marchena áður en Sven Goran Eriksson sá sig nauðugan til að skipta honum útaf.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×