Sport

Gerrard leikfær á laugardaginn

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, er orðinn leikfær á ný eftir tveggja mánaða fjarveru og segist tilbúinn í slaginn gegn Middlesbrough á laugardaginn. Gerrard braut bein í fæti í leik gegn Manchester United 20. september og hefur verið frá síðan. "Ég hef verið þolinmóður og tekið mér tíma til að ná mér," sagði Gerrard. "Ég hef misst af mörgum mikilvægum leikjum en hins vegar á ég bróðurpartinn af tímabilinu eftir og hlakka mikið til að festa mig í sessi á ný."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×