Sport

Lebron James átti stórleik

Lebron James er að spila vel fyrir Cleveland Cavaliers, en liðið vann sinn fjórða leik í röð á dögunum þegar það lagði Golden State Warriors. James skoraði 33 stig í leiknum, tók 12 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Cavaliers-liðið byrjaði deildina illa og tapaði fyrstu þremur leikjunum en hefur nú snúið vörn á sókn og virðist vera komið á gott skrið. Miklar vonir eru bundnar við James og telja menn að hér sé loksins kominn nógu hæfur leikmaður til að taka við kyndli Michaels Jordan sem konungur NBA-körfuboltans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×