Sport

Rooney búinn að koma United yfir

Wayne Rooney er búinn að koma Manchester United yfir á útivelli gegn Newcastle. Markið skoraði Rooney á 7. mínútu og var sérlega vel að því staðið. Darren Fletcher sendi háan boltann inn fyrir og Rooney tók hann viðstöðulaust á lofti, úr erfiðri stöðu, og sneiddi hann neðst í hægra hornið. Fyrir leikinn skildu aðeins tvö stig þessi lið að og er því leikurinn gríðarmikilvægur fyrir þau bæði, ætli þau sér að blanda sér í toppbaráttuna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×