Sport

Montgomerie sigraði Woods

Skoski kylfingurinn Colin Montgomerie vann í dag eins dags hraðmót í Suður-Kóreu. Fyrirkomulag mótsins var með þeim hætti að kylfingar fengu vissa upphæð fyrir hverja unna holu og endaði Montgomerie með 5 milljónir króna. Tiger Woods, sem er í öðru sæti heimslistans, varð í öðru sæti með 3 og hálfa milljón. Ágóði kappana rennur til góðgerðamála.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×