Erlent

Ástríðumorð í Kanada

Hjón og maður fundust látin í húsi í bænum Maniwaki í Kanada í gær. Fólkið lést af skotsárum og telur lögreglan að eiginmaðurinn hafi skotið konuna og hinn manninn og síðan framið sjálfsvíg. Eiginkonan hafði haldið framhjá manninum sínum með þeim sem fannst látinn. Sá var vinur eiginmannsins og kom sonur hans að fólkinu látnu. Einungis átta þúsund manns búa í Maniwaki og eru bæjarbúar mjög slegnir yfir atburðinum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×