Golf

Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tví­bura

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dönsku tvíburarnir Rasmus Hojgaard og Nicolai Hojgaard á golfvellinum.
Dönsku tvíburarnir Rasmus Hojgaard og Nicolai Hojgaard á golfvellinum. EPA/ALI HAIDER

Ryderbikarinn í golfi fer fram í lok mánaðarins en þar munu úrvalslið Bandaríkjanna og Evrópu keppa í 45. sinn um bikarinn eftirsótta.

Keppnin fer að þessu fram á Black Course í New York fylki frá 26. til 28. september næstkomandi.

Luke Donald er fyrirliði Evrópuliðsins í ár. Sex efstu á stigalistanum eru sjálfkrafa valdir í liðið en fyrirliðinn velur síðan sex til viðbótar.

Donald var líka fyrirliðinn fyrir tveimur árum þegar Evrópa burstaði Bandaríkjamenn 16,5 á móti 11,5.

Eftir val hans var opinberað kom í ljós að það er bara ein breyting á Evrópuliðinu sem vann Ryderbikarinn síðast.

Sú breyting er aftur á móti ansi skemmtileg því það eina sem gerist var að tvíburabræður skiptu um hlutverk.

Dönsku kylfingarnir Nicolai og Rasmus Höjgaard hafa verið að standa sig vel á mótaröðinni.

Nicolai Højgaard var valinn í Ryderliðið 2023 en er ekki með í ár. Í hans stað verður tvíburabróðir hans Rasmus Höjgaard í liðinu í ár.

Með því að fletta hér fyrir neðan má sjá samanburðinn á þessum tveimur Ryderliðum Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×