Sport

Þrír efstir eftir fyrsta hring

Bandaríkjamennirnir Jerry Kelly og Jay Haas ásamt Norður-Íranum Darren Clarke eru efstir og jafnir eftir fyrsta hringinn á Meistaramótinu, lokamóti bandarísku mótaraðarinnar í golfi í Atlanta, þar sem þrjátíu tekjuhæstu kylfingarnir eigast við. Þremenningarnir léku hringinn á 67 höggum eða þremur undir pari. Vijay Singh, stigahæsti kylfingur heims, er í 6.-13. sæti á einu höggi undir pari en Tiger Woods er í 19.-23. sæti á tveimur höggum yfir pari. Annar hringurinn hefst síðdegis en bein útsending verður frá þriðja og fjórða hring Meistaramótsins á Sýn á laugardag og sunnudag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×