Erlent

Friðarsamkomulag á Norður-Írlandi?

Nýtt friðarsamkomulag gæti verið í augsýn á Norður-Írlandi. Þetta er mat ráðherra Norður-Írlands í bresku ríkisstjórninni. Paul Murphy telur að írski lýðveldisherinn leggi von bráðar niður vopn og að hægt verð að endurvekja heimastjórn Norður-Írlands í kjölfarið. Viðræður hafa um hríð farið fram á milli yfirvalda og fulltrúa mótmælenda og kaþólikka á bak við tjöldin. Stjórnmálaskýrendur segja nauðsynlegt að ná samkomulagi hið fyrsta því eftir því sem nær dregur þingkosningum á Bretlandi í maí á næsta ári megi vænta þess að við harðari tón kveði í talsmönnum deilenda og að samkomulag undir slíkum kringumstæðum sé ólíklegt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×