Öxará iðar af fiski 18. október 2004 00:01 Stofn Þingvallaurriðans er í vexti og hafa aldrei náðst fleiri fiskar í mælingaferðum Veiðimálastofnunar í Öxará en síðasta föstudag. "Við höfum ekki áður séð jafn mikið af fiski þarna," segir Magnús Jóhannsson, fiskifræðingur og deildarstjóri Suðurlandsdeildar Veiðimálastofnunar á Selfossi. Hann segir mikilvægt að trufla fiskinn ekki meira en þarf, nú þegar hrygningartíminn stendur yfir. Starfsmenn stofnunarinnar hafa farið árlega í slíkar ferðir á hrygningartíma urriðans síðan haustið 1999. Fiskurinn er merktur, auk þess sem tekin eru aldurssýni og framkvæmdar ýmsar mælingar. Merktir voru yfir 50 fiskar nú og voru þeir stærstu um 84 sentímetrar á lengd og á að giska 16 pund að þyngd. Urriðinn getur hins vegar orðið mjög stór og veiddist í vor einn 28 punda. Sagnir eru um fiska yfir 30 pundum að stærð í vatninu. Jóhannes Sveinbjörnsson, bóndi á Heiðarbæ í Þingvallasveit, sem er í forsvari fyrir Veiðifélag Þingvallavatns, segir félagið vongott um að stofn Þingvallaurriðans sé að taka við sér. Félagið hefur í samstarfi við Veiðimálastofnun í nokkur skipti sett hrogn í klak og sleppt í vatnið. "Sú vinna virðist vera að skila sér," segir hann. Magnús Jóhannsson segir fisk úr sleppingum síðustu ára þó vart farinn að skila sér enn í hrygningu upp í Öxará þó hann sé farinn að veiðast í vatninu. Hann segir að ekki hafi verið tekinn fiskur í klak að þessu sinni. "Landsvirkjun stendur að þessum rannsóknum og átakinu í að styrkja urriðastofna í Þingvallavatni og klakið hefur verið liður í því verkefni," segir hann, en fyrst stóð Landsvirkjun að sleppingum í vatnið árið 1993. "Það er búið að sleppa talsverðu magni af seiðum í vatnið," segir Magnús og bætir við að síðustu ár hafi verið að koma fram fiskur úr fyrstu sleppingunum. "Þeir hafa verið að koma fram bæði í Öxará og svo líka í stang- og netaveiði. Þetta hafa verið fiskar allt upp í 18 til 19 pund." Magnús segir ekki hafa verið reiknað út hvað stofninn gæti orðið stór, en til að hann geti náð fyrri stærð þyrfti að fjölga hrygningarstöðum urriðans, sem hrygnir nú ekki nema á örfáum stöðum og aðallega í Öxará. Uppi hafa verið ráðagerðir hjá Landsvirkjun um að búa til skarð fyrir fiskinn við Steingrímsstöð í Efra-Sogi þar sem fiskurinn hrygndi áður í útfalli Þingvallavatns. "En það mál er í biðstöðu ennþá," segir Magnús. Fréttir Innlent Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Stofn Þingvallaurriðans er í vexti og hafa aldrei náðst fleiri fiskar í mælingaferðum Veiðimálastofnunar í Öxará en síðasta föstudag. "Við höfum ekki áður séð jafn mikið af fiski þarna," segir Magnús Jóhannsson, fiskifræðingur og deildarstjóri Suðurlandsdeildar Veiðimálastofnunar á Selfossi. Hann segir mikilvægt að trufla fiskinn ekki meira en þarf, nú þegar hrygningartíminn stendur yfir. Starfsmenn stofnunarinnar hafa farið árlega í slíkar ferðir á hrygningartíma urriðans síðan haustið 1999. Fiskurinn er merktur, auk þess sem tekin eru aldurssýni og framkvæmdar ýmsar mælingar. Merktir voru yfir 50 fiskar nú og voru þeir stærstu um 84 sentímetrar á lengd og á að giska 16 pund að þyngd. Urriðinn getur hins vegar orðið mjög stór og veiddist í vor einn 28 punda. Sagnir eru um fiska yfir 30 pundum að stærð í vatninu. Jóhannes Sveinbjörnsson, bóndi á Heiðarbæ í Þingvallasveit, sem er í forsvari fyrir Veiðifélag Þingvallavatns, segir félagið vongott um að stofn Þingvallaurriðans sé að taka við sér. Félagið hefur í samstarfi við Veiðimálastofnun í nokkur skipti sett hrogn í klak og sleppt í vatnið. "Sú vinna virðist vera að skila sér," segir hann. Magnús Jóhannsson segir fisk úr sleppingum síðustu ára þó vart farinn að skila sér enn í hrygningu upp í Öxará þó hann sé farinn að veiðast í vatninu. Hann segir að ekki hafi verið tekinn fiskur í klak að þessu sinni. "Landsvirkjun stendur að þessum rannsóknum og átakinu í að styrkja urriðastofna í Þingvallavatni og klakið hefur verið liður í því verkefni," segir hann, en fyrst stóð Landsvirkjun að sleppingum í vatnið árið 1993. "Það er búið að sleppa talsverðu magni af seiðum í vatnið," segir Magnús og bætir við að síðustu ár hafi verið að koma fram fiskur úr fyrstu sleppingunum. "Þeir hafa verið að koma fram bæði í Öxará og svo líka í stang- og netaveiði. Þetta hafa verið fiskar allt upp í 18 til 19 pund." Magnús segir ekki hafa verið reiknað út hvað stofninn gæti orðið stór, en til að hann geti náð fyrri stærð þyrfti að fjölga hrygningarstöðum urriðans, sem hrygnir nú ekki nema á örfáum stöðum og aðallega í Öxará. Uppi hafa verið ráðagerðir hjá Landsvirkjun um að búa til skarð fyrir fiskinn við Steingrímsstöð í Efra-Sogi þar sem fiskurinn hrygndi áður í útfalli Þingvallavatns. "En það mál er í biðstöðu ennþá," segir Magnús.
Fréttir Innlent Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira