Innlent

Hálfgert neyðarástand í Eyjum

Hluti af þekju úr þaki svonefnds IMEX-húss við Strandveg í Vestmannaeyjum fauk fyrir rúmum klukkutíma síðan. Þakhlutinn sem fór í einu lagi var mjög stór og skemmdi að minnsta kosti einn bíl mikið. Jóhannes Ólafsson, varðstjóri lögreglunnar í Vestmannaeyjum, segir mikið mildi að ekki hafi orðið slys á fólki. Hann segir hálfgert neyðarástand ríkja í bænum en lögregla, björgunarsveitir og smiðir vinni hörðum höndum að því að festa betur þök sem líkleg séu til að fjúka. Hluti af þökum þriggja annarra húsa hafa einnig fokið í hvassviðrinu í Eyjum í dag. Spurður hvort veðrið fari versnandi segir Jóhannes svo ekki vera heldur sé það nokkuð stöðugt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×