Innlent

Varað við akstri hjá Hafnarfjalli

Undir Hafnarfjalli er mikið hvassviðri og varar lögreglan í Borgarnesi fólk eindregið við að keyra þar um. Fjórir bílar hafa farið út af veginum undir Hafnarfjalli í dag og einn minniháttar árekstur varð vegna hvassviðrisins. Veðurofsi hefur verið víða um land í dag og hafa vindhviður á Kjalarnesi farið vel yfir 40 metra á sekúndu. Í morgun valt þar vörubíll í vindhviðu og á tólfta tímanum fauk svo byggingardót úr ókláruðum sumarbústað yfir Vesturlandsveg. Á öllu Suðausturlandi hefur verið óveður í dag, sem og inn til landsins á Austurlandi. Þá er varað við óveðri undir Eyjafjöllum þar sem veður hefur farið hríðversnandi. Á Vestfjörðum og Norðurlandi er víða snjóþekja eða hálka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×