Innlent

Í vandræðum á Esjunni

Feðgar lentu í vandræðum í gönguferð upp Esjuna um fimm leytið í gær þegar svarta þoka skall á. Björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar voru kallaðar út eftir að faðirinn náði símasambandi við Neyðarlínuna. Feðgunum var sagt að halda kyrru fyrir. Björgunarsveitunum gekk vel að finna feðgana og innan klukkustundar frá neyðarkallinu var búið að koma þeim til bjargar. Þá voru feðgarnir staddir í Gljúfurdal í Esjubergi sem er vestan við hefðbundna gönguleið á fjallið. Ekkert amaði að feðgunum, utan smá kuldi. Um þrjátíu björgunarsveitarmenn komu að aðgerðinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×