Erlent

Skapbráður ráðamaður

Vladimír Meciar, fyrrverandi forsætisráðherra Slóvavíku, réðst í gær á blaðaljósmyndara sem hugðist taka mynd af honum á sjúkrahúsi í Bratislava, höfuðborg Slóvakíu. Mecier þótti á sínum tíma ákaflega stjórnsamur forsætisráðherra en hann var við völd mest allan tíunda áratuginn. Að sögn sjónarvotta veittist forsætisráðherrann fyrrverandi að ljósmyndaranum og vafði snúru af myndavél um hálsinn á honum. Mecier hótaði því jafnframt að eyðileggja myndavélina fengi hann ekki afhenta filmuna úr henni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×