Erlent

900 handteknir vegna barnakláms

Rúmlega 900 manns hafa verið handteknir í tíu löndum vegna fjölþjóðlegrar rannsóknar á heimasíðum sem selja aðgang að barnaklámi. Alls tók rannsóknin til 120 landa áður en yfir lauk. Rannsóknin beindist í fyrstu að stjórnendum fyrirtækis sem tók að sér að innheimta áskriftir að barnaklámssíðum. Fimm starfsmenn fyrirtækisins voru handteknir. Af þeim nærri þúsund manns sem voru handteknir voru flestir handteknir í Bandaríkjunum, alls 140. Auk þess voru menn handteknir í Frakklandi, Hong Kong og á öllum Norðurlöndunum nema Íslandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×