Erlent

Kvenföngunum ekki sleppt?

Það virðist á reiki hvort kvenföngunum tveim sem mannræningjar í Írak fara fram á að verði látnar lausar, verði haldið áfram eða sleppt. Talsmenn Bandaríkjamanna í Írak hafa neitað því að til standi að sleppa konunum tveim, þrátt fyrir að mannræningjarnir hóti að lífláta Breta sem er í haldi þeirra. Áður hafði komið fram að dómsmálaráðherra Írak hefði lýst því yfir að konunum yrði sleppt, en nú virðist ekki ljóst hvert stefnir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×