Erlent

Olíuverð í hámarki

Olíuverð hefur nú enn á ný náð metverði, og var í gær rétt undir 47 dollurum á fatið þegar lokað var á markaði. Þetta er hæsta verð á olíufatinu í meira en mánuð. Ástæður hækkunarinnar munu einkum vera mikil eldsneytisþörf Kína sem og trú olíukaupmanna að olíubirgðir í Bandaríkjunum séu mjög litlar vegna fellibylja sem gengið hafa yfir undanfarið, einkum vegna fellibylsins Ívans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×