Erlent

Breyta sprengjum í rafmagn

Frakkar ætla að breyta plútóni úr bandarískum kjarnorkusprengjum í eldsneyti fyrir kjarnakljúfa. Kjarnorkueldsneytið verður síðan flutt aftur til Bandaríkjanna þar sem það verður notað til að framleiða rafmagn fyrir bandarísk heimili. Starfsemin er hluti af samkomulagi Bandaríkjanna og Rússlands um að hvort land um sig eyði 34 tonnum af plútóni sem er ætlað til hernaðar. Umhverfisverndarsinnar hafa sett sig upp á móti plútónflutningunum og segja hættu á slysum og hryðjuverkaárásum meiri en svo að réttlætanlegt sé að standa í svona starfsemi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×