Erlent

Kaupa sprengjur á kostnað kana

Bandaríkjamenn ætla að selja Ísraelum nær 5.000 háþróaðar sprengjur og greiða sjálfir fyrir þær með peningum sem ætlaðir eru til hernaðaraðstoðar við Ísraela. Að sögn ísraelska dagblaðsins Haaretz er kaupverð sprengjanna tæpir 23 milljarðar króna. Auk sprengjanna fá Ísraelar stýribúnað og æfingabúnað en fyrir eiga Ísraelar gervihnött sem þeir geta notað til að stýra sprengjunum að skotmörkum sínum. Ísraelsher segir sprengjurnar ekki verða notaðar gegn Palestínumönnum en neitaði að afneita notkun þeirra gegn Írönum sem eru grunaðir um að koma sér upp kjarnorkuvopnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×