Erlent

Lifði eins og ormur í viku

Breskur listamaður hefur nýlokið við fremur óvenjulegan gjörning. Hann ákvað að fara úr fötunum og vefja sig inn í plast til þess að geta lifað eins og ormur í rúma viku. Hann skreið á maganum út um allt og hélt sig að mestu í holum í jörðinni. Áður hefur sami listamaður borið á sig hlaup til að líkja eftir brekkusnigli og sleikt alla gluggana á gróðurhúsi til að líkja eftir hefðbundnum snigli. Næst ætlar hann sér að reyna að líkja eftir skordýri. Spurning hvort þetta er list eða óvenjuleg tilvistarkreppa. Hægt er að horfa á fréttina úr morgunsjónvarpi Stöðvar 2 með því að smella á hlekkinn hér að neðan. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×