Erlent

Breska þingið er skotmark

Talsmaður breska þingsins upplýsti í morgun að leyniþjónustan hefði vitneskju um það að breska þignið væri skotmark Al Qaeda hryðjuverkasamtakanna. Þessi yfirlýsing kemur á afar viðkvæmum tímapunkti þar sem nú er áþreifanlega ljóst að öryggismál þingsins eru í rusli. Enn eitt örygishneykslið skekur nú þingið, aðeins sólarhring eftir að nokkrir andmælendur refaveiðibannsins, sem samþykkt var á þinginu í fyrradag, tókst að ryðjast þar alveg inn á gafl í mótmælaskyni. Nú upplýsir hasarblaðið Sun að það hafi laumað þjóni inn í þjónalið þingsins á fölsuðum pappírum. Hann þjónaði meðal annars John Prescott aðstoðarforsætisráðherra í gær, með eftirlíkingu af sprengju innanklæða, og segist hann hæglega hafa getað sprengt prescott í loft upp, hefði hann verið í sporum sjálfsvígs- hryðjuverkamanns. Alvöru rafhlöður og vírar voru meðal annars í efitrlíkingunni. Íhaldssemi og öryggiskröfur togast nú á meðal þingmanna og segja talsmenn öryggisráðstafana að tími sé kominn til að breska þingið kasti miðaldasjónarmiðum fyrir róða og átti sig á tíðaranda tuttugustu og fyrstu aldarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×