Erlent

Musharraf svíkur loforð

Pervez Musharraf, forseti Pakistans, verður áfram yfirmaður hersins en hann hafði gert samkomulag við islamska harðlínumenn um að láta af því starfi um áramótin. Upplýsingaráðherra Pakistans segir að vegna aðstæðna heima fyrir muni hann áfram gegna báðum stöðunum. Óljóst er hvaða afleiðingar þessi ákvörðun Musharrafs hafi heima fyrir. Fyrr í mánuðinum gaf hann reyndar til kynna að hann léti líklega ekki af störfum sem yfirmaður hersins. "Níutíu og sex prósent af mínu fólki vilja að ég verði áfram í herbúningnum," sagði hann þá.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×