Erlent

Ráku einkafangelsi í Kabúl

Þrír Bandaríkjamenn hafa verið dæmdir í allt að tíu ára fangelsi fyrir að pynta Afgana í einkafangelsi í Kabúl. Jonathan Idema, sem Bandaríkjastjórn kallar mannaveiðara, segir að aðgerðirnar hafi verið gerðar með samþykki Bandaríkjastjórnar. Bandaríska varnarmálaráðuneytið þvertekur fyrir að hafa haft nokkur tengsl við mennina. Mennirnir voru handteknir í júlí og segir lögmaður þeirra að dómnum verði áfrýjað enda hafi réttaröryggi þeirra ekki verið tryggt þar sem dómstólar í Afganistan starfi ekki í samræmi við alþjóðalög.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×