Erlent

ESB gagnrýnir Rússa

Evrópusambandið hvetur Vladimír Pútín Rússlandsforseta til þess að fara hófsamari leiðir en hann hefur boðað til að vinna bug á hryðjuverkjum í landinu. Stjórnvöld í Rússlandi segjast ætla að leita uppi hryðjuverkamenn hvar sem þeir séu niðurkomnir. Fyrr í vikunni lagði Pútín síðan til að héraðsstjórar yrðu sérstaklega skipaðir en ekki kosið um þá og einmenningskjördæmi lögð niður. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur þegar gagnrýnt þessa tillögu og Evrópusambandið tekur nú í sama streng. Evrópusambandið og Bandaríkjastjórn telja að þessi ráðstöfun hafi slæm áhrif á lýðræðisþróunina í Rússlandi því miðstjórnarvaldið aukist og stjórnarandstaðan veikist. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hefur þegar svarað gagnrýni Powells. Hann segir að tillaga Pútíns sé innanríkismál sem komi Bandaríkjastjórn ekki við.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×