Erlent

Framhjáhald refsivert í Tyrklandi?

Tyrkneska ríkisstjórnin íhugar að gera framhjáhöld refsiverð. Talsmenn stjórnarinnar segja hugmyndina að baki þessu vera þá að vernda fjölskylduna sem stofnun og konur gagnvart eiginmönnum sínum. Ekki kemur þó fram hver refsingin eigi að vera. Hugmyndin hefur vakið hörð viðbrögð. Kvenréttindafélög og mannréttindahreyfingar í Tyrklandi hafa lýst sig andvíg því að framhjáhald verði gert refsivert og stjórnarandstaðan hefur heitið því að vinna gegn því að þetta verði að lögum. Þá hefur Evrópusambandið varað við því að verði hugmyndin að lögum dragi það úr möguleikum Tyrkja á aðild.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×