Erlent

Meiri svefn fyrir sænska unglinga

Sænskir sérfræðingar í svefnvenjum leggja til að unglingar fái að sofa betur út á morgnanna og mæta seinna í skólann en nú tíðkast. Þetta er skoðun þeirra í kjölfar rannsókna, sem leiddu í ljós að umþaðbil annarhver nemandi í níunda bekk grunnskóla mætir illa sofinn í skólann, sem leið af sér margvísleg vandamál fyrir nemendurna og skili sér í lélegri námsárangri en ella. Lausnin er ekki jafn einföld og að fara einfaldlega fyrr að sofa, því mikill meirihluti nemendanna er svonefnt B fólk, sem ekki verður almennilega virkt fyrir en líða tekur á morguninn, hvað sem það fer snemma að soffa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×