Erlent

Enn árás í Fallujah

Bandarískar hersveitir gerðu enn á ný árásir á bækisstöðvar skæruliða í borginni Fallujah í morgun, og sögðu talsmenn hersins nokkra háttsetta stuðningsmenn Abu Musabs al-Zarqawis hafa setið þar að fundi. Zarqawi er leiðtogi al-Qaeda í Írak. Hundrað og tíu hið minnsta fórust í átökum víðsvegar í Írak í gær, en þetta er eitthvert mesta mannfall sem um getur þar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×