Sprengingin vegna framkvæmda 13. september 2004 00:01 Gríðaröflug sprenging í fjallahéraði í Norður-Kóreu fyrir helgi var ekki kjarnorkusprenging, heldur var heilt fjall sprengt til að rýma fyrir virkjun. Þessu halda norður-kóresk stjórvöld fram, en sunnan landamæranna er orðum þeirra tekið með fyrirvara. Þegar fyrstu fréttir bárust af öflugri sprengingu í Ryanggang-héraði, afskekktu fjallahéraði skammt frá landamærunum að Kína, lék grunur á að Norður-Kóreumenn hefðu verið að gera tilraunir með kjarnorkusprengju. Yfirvöld í Pjongjang virtust fullsátt við orðróm og sögusagnir, en í Seoul og Washington var þvertekið fyrir að kjarnorkusprengja hefði verið sprengd. Engin geislavirkni mældist hinsvegar í nágrannalöndum, og jarðskjálftamælar gáfu til kynna annað mynstur en kjarnorkusprengingar leiða alla jafna til. Norður Kóresk stjórnvöld staðhæfa nú að sprengingin hafi verið í tengslum við virkjanaframkvæmdir á svæðinu og með öllu eðlileg. Að sögn utanríkisráðherra Norður-Kóreu eru verið að undirbúa byggingu mikillar vatnsaflsvirkjunar þar, og af þeim sökum nauðsynlegt að sprengja heilt fjall. Ráðherrann sagði bresku sendierindreka í Pjongjang frá þessu. Þegar hann var spurður um það hvers vegna stjórnvöld hefði ekki gert grein fyrir þessu fyrifram, var svarið stuttu og laggott: ekki væri hægt að treysta erlendum blaðamönnum, þeir væru allir lygarar. Sunnanmegin landamæranna er þessu orðum tekið með fyrirvara. Sérfræðingar sem fjölmiðlar vitna í segja vopnabúr vera á sama svæði. Tvær sprengingar mældust og segja sérfræðingarnir það benda til þess að sprengingar hafði orðið í vopnabúrinu. Reykjarmökk lagði enn upp frá svæðinu í gær. Norður-Kóreumönnum virðist nú vera í mun að kveða orðróminn niður, og hafa þeir boðið breskum erindrekum í ferð til svæðisins, til að ganga úr skugga um að saga stjórnvalda fái staðist Erlent Fréttir Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Sjá meira
Gríðaröflug sprenging í fjallahéraði í Norður-Kóreu fyrir helgi var ekki kjarnorkusprenging, heldur var heilt fjall sprengt til að rýma fyrir virkjun. Þessu halda norður-kóresk stjórvöld fram, en sunnan landamæranna er orðum þeirra tekið með fyrirvara. Þegar fyrstu fréttir bárust af öflugri sprengingu í Ryanggang-héraði, afskekktu fjallahéraði skammt frá landamærunum að Kína, lék grunur á að Norður-Kóreumenn hefðu verið að gera tilraunir með kjarnorkusprengju. Yfirvöld í Pjongjang virtust fullsátt við orðróm og sögusagnir, en í Seoul og Washington var þvertekið fyrir að kjarnorkusprengja hefði verið sprengd. Engin geislavirkni mældist hinsvegar í nágrannalöndum, og jarðskjálftamælar gáfu til kynna annað mynstur en kjarnorkusprengingar leiða alla jafna til. Norður Kóresk stjórnvöld staðhæfa nú að sprengingin hafi verið í tengslum við virkjanaframkvæmdir á svæðinu og með öllu eðlileg. Að sögn utanríkisráðherra Norður-Kóreu eru verið að undirbúa byggingu mikillar vatnsaflsvirkjunar þar, og af þeim sökum nauðsynlegt að sprengja heilt fjall. Ráðherrann sagði bresku sendierindreka í Pjongjang frá þessu. Þegar hann var spurður um það hvers vegna stjórnvöld hefði ekki gert grein fyrir þessu fyrifram, var svarið stuttu og laggott: ekki væri hægt að treysta erlendum blaðamönnum, þeir væru allir lygarar. Sunnanmegin landamæranna er þessu orðum tekið með fyrirvara. Sérfræðingar sem fjölmiðlar vitna í segja vopnabúr vera á sama svæði. Tvær sprengingar mældust og segja sérfræðingarnir það benda til þess að sprengingar hafði orðið í vopnabúrinu. Reykjarmökk lagði enn upp frá svæðinu í gær. Norður-Kóreumönnum virðist nú vera í mun að kveða orðróminn niður, og hafa þeir boðið breskum erindrekum í ferð til svæðisins, til að ganga úr skugga um að saga stjórnvalda fái staðist
Erlent Fréttir Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent