Erlent

Sprengingin vegna framkvæmda

Gríðaröflug sprenging í fjallahéraði í Norður-Kóreu fyrir helgi var ekki kjarnorkusprenging, heldur var heilt fjall sprengt til að rýma fyrir virkjun. Þessu halda norður-kóresk stjórvöld fram, en sunnan landamæranna er orðum þeirra tekið með fyrirvara. Þegar fyrstu fréttir bárust af öflugri sprengingu í Ryanggang-héraði, afskekktu fjallahéraði skammt frá landamærunum að Kína, lék grunur á að Norður-Kóreumenn hefðu verið að gera tilraunir með kjarnorkusprengju. Yfirvöld í Pjongjang virtust fullsátt við orðróm og sögusagnir, en í Seoul og Washington var þvertekið fyrir að kjarnorkusprengja hefði verið sprengd. Engin geislavirkni mældist hinsvegar í nágrannalöndum, og jarðskjálftamælar gáfu til kynna annað mynstur en kjarnorkusprengingar leiða alla jafna til. Norður Kóresk stjórnvöld staðhæfa nú að sprengingin hafi verið í tengslum við virkjanaframkvæmdir á svæðinu og með öllu eðlileg. Að sögn utanríkisráðherra Norður-Kóreu eru verið að undirbúa byggingu mikillar vatnsaflsvirkjunar þar, og af þeim sökum nauðsynlegt að sprengja heilt fjall. Ráðherrann sagði bresku sendierindreka í Pjongjang frá þessu. Þegar hann var spurður um það hvers vegna stjórnvöld hefði ekki gert grein fyrir þessu fyrifram, var svarið stuttu og laggott: ekki væri hægt að treysta erlendum blaðamönnum, þeir væru allir lygarar. Sunnanmegin landamæranna er þessu orðum tekið með fyrirvara. Sérfræðingar sem fjölmiðlar vitna í segja vopnabúr vera á sama svæði. Tvær sprengingar mældust og segja sérfræðingarnir það benda til þess að sprengingar hafði orðið í vopnabúrinu. Reykjarmökk lagði enn upp frá svæðinu í gær. Norður-Kóreumönnum virðist nú vera í mun að kveða orðróminn niður, og hafa þeir boðið breskum erindrekum í ferð til svæðisins, til að ganga úr skugga um að saga stjórnvalda fái staðist



Fleiri fréttir

Sjá meira


×