Erlent

Minnast fórnarlamba 11. september

Athafnir til minningar um þá fjölmörgu sem fórust í hryðjuverkunum þann ellefta september 2001 fóru fram víða í landinu í gær. Stærsta athöfnin var þó við þann stað í New York þar sem Tvíburaturnarnir stóðu áður en hundruð þúsunda komu þar saman og heiðruðu minningu þeirra 2749 sem létust þar fyrir þremur árum. Var augnabliks þögn til minningar áður en nöfn allra þeirra sem misstu líf sitt þennan dag voru lesin upp.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×