Erlent

Varað við sprengjunni

Varað var við bílsprengjunni sem sprengd var við ástralska sendiráðið í Indónesíu í gær áður en hún sprakk. Lögreglan í Djakarta fékk sms-sendingu þar sem þess var krafist að Abu Bakar Bashir, andlegum leiðtoga íslömsku öfgasamtakanna Jemaah Islamiah, yrði sleppt. Öðrum kosti yrði gerð árás á vestrænt sendiráð. Forsætisráðherra Ástralíu, John Howard, lét í morgun hafa eftir sér að talsverðar líkur væru enn á samskonar árás í Jakarta þar sem enn væri nóg af öfgamönnum á lausu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×