Erlent

Tugir falla í loftárás

Pakistanar segjast hafa fellt fimmtíu vígamenn í hörðum loftárásum sem þeir gerðu á þjálfunarbúðir al-Kaída í Pakistan, nærri landamærunum að Afganistan. Meðal þeirra látnu eru að sögn Úsbekar, Arabar og Tjsetsjenar. Flestir þeirra sem létust voru útlendingar að sögn Shaukat Sultan, talsmanns pakistanska hersins. Árásin stóð yfir í tvær klukkustundir. Pakistanar sögðu ljóst að minnst fimmtíu manns hefðu látist en að sú tala gæti hækkað eftir því sem vettvangur væri kannaður betur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×