Erlent

Bannað að kenna Darwin

Menntamálaráðherra Serbíu kom sér í mikinn vanda þegar hann fyrirskipaði grunnskólakennurum að hætta að kenna þróunarkenningu Darwins. Ákvörðunin þótti til marks um aukin áhrif serbnesku hreintrúarkirkjunnar á stjórnmál og gerði allt vitlaust meðal stjórnarandstæðinga og fræðimanna. "Við erum að breytast í klerkaveldi," sagði líffræðiprófessorinn Nikola Tucic og var allt annað en sáttur. Fleiri tóku undir gagnrýnina og neyddist Ljiljana Colic menntamálaráðherra til að afturkalla fyrirmæli sín. "Ég er kominn hingað til að segja að Charles Darwin lifir," sagði aðstoðarráðherra hennar þegar hann tilkynnti eftirgjöfina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×