Erlent

Sprautuð með ólífuolíu

Læknanemi á sjúkrahúsi í Austurríki sprautaði aldraðan sjúkling með ólífuolíu sem hann tók í misgripum fyrir sýklalyf. Læknaneminn greip vitlaust ílát þegar hann fyllti sprautuna, í stað þess að ná í meðalaglas tók hann smáflösku með ólífuolíu sem sjúkraþjálfari hafði sem var að fara að nudda sjúklinginn hafði útbúið. Harald Geck, hjúkrunarforstjóri sjúkrahússins, sagði að mistökin hefðu getað leitt til banvænnar æðastíflunar en að til þess hefði ekki komið. Hann sagði sjúklinginn, 79 ára konu, vera að jafna sig eftir atvikið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×