Erlent

Íhuga að ráða málaliða

Ef ríki heims útvega ekki nógu marga hermenn til að sinna friðargæslu í Kongó geti það orðið til þess að Sameinuðu þjóðirnar verði að leita til einkaaðila til að sinna friðargæslu, sagði Aldo Ajello, sendimaður Sameinuðu þjóðanna í Mið-Afríku. Sameinuðu þjóðirnar hafa hingað til neitað að nota einkareknar hersveitir, öðru nafni málaliða, við friðargæslu. Hins vegar hefur gengið erfiðlega að fá ríki heims til að leggja til hermenn í friðargæslu og hefur það leitt til þess að lítið hefur gengið að koma upp nægilega öflugu friðargæsluliði í Kongó.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×