Erlent

Ná saman um nokkur deiluefni

Viðræður Indverja og Pakistana um Kasmír eru farnar að bera árangur. Í gær tilkynntu fulltrúar ríkjanna að þeir væru að íhuga að draga hluta herliðs síns frá Siachenjökli og sögðu frá því að samkomulag hefði náðst á ýmsum öðrum sviðum. Eitt framfaraskrefið er að nú getur fólk í fyrsta skipti í nær 60 ár ferðast milli landanna án bellibragða. Samkomulag náðist um vegabréfaáritanir milli ríkjanna en hingað til hefur fólk aðeins mátt ferðast á milli þeirra til að heimsækja ættingja sína. Hafa margir logið til um tengsl til að geta lagt ferðalagið á sig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×