Erlent

Vill opinbera rannsókn

"Almenningur væntir þess að þetta atvik verði rannsakað vel og ítarlega," sagði Mikhail Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, þegar hann hvatti rússnesk stjórnvöld til að láta fara fram opinbera rannsókn á harmleiknum í íþróttahúsi skólabyggingar í Beslan þar sem á fjórða hundrað manns létu lífið. Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur sagt að atburðirnir verði rannsakaðir innanhúss og hefur hafnað opinberri rannsókn. Gorbatsjov sagði hins vegar að það væri við hæfi að rannsóknin færi fram "með þátttöku þingsins og almennings".



Fleiri fréttir

Sjá meira


×