Erlent

Skotin í höfuðið í skólastofunni

Tíu ára palestínsk stúlka liggur lífshættulega særð á sjúkrahúsi eftir að hún fékk skot í höfuðið þar sem hún sat við borð sitt í kennslustofu í skóla Sameinuðu þjóðanna í Khan Younis-flóttamannabúðunum í Gaza. Í yfirlýsingu frá Palestínuflóttamannaaðstoðinni segir að stúlkan hafi orðið fyrir skotum ísraelskra hermanna sem börðust við palestínska vígamenn. Þessu neita Ísraelar. Stofnunin segir þetta í þriðja skipti sem barn í skóla Sameinuðu þjóðanna verði fyrir skoti. Þar segir að tíu ára drengur hafi særst af skotum Ísraela í júní og tólf ára stúlka hafi blindast þegar hún varð fyrir skoti í fyrra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×