Erlent

Til jarðar eftir þrjú ár í geymnum

Könnunarfarið Genesis, sem sent var frá jörðu árið 2001 til að safna sýnum úr sólinni, mun koma farmi sínum til jarðar í dag. Hylki með sýnunum mun ferðast í gegnum gufuhvolf jarðar á 40 þúsund kílómetra hraða á klukkustund, og lendir í eyðimörk í Utah í Bandaríkjunum með aðstoð fallhlífar. Áhættuflugmenn úr kvikmyndageiranum eiga að grípa fallhlífina áður en hún lendir á jörðinni. Vísindamenn vonast til að sólaragnirnar muni geta veitt þeim vitneskju um þróun sólarinnar og annarra pláneta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×