Erlent

Áfangasigur fyrir Fischer

Japanskur réttur féllst í morgun á að setja lögbann á fyrirskipun japanskra stjórnvalda um að vísa skákmeistaranum Bobby Fisher úr landi og framselja hann til Bandaríkjanna. Lögmaður Fishers segir þetta mikinn áfangasigur í baráttu Fishers fyrir því að verða ekki framseldur, þar sem réttarhöld og dómur bíða hans í Bandaríkjunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×