Erlent

Fjórtán létust í loftárás

Í það minnsta fjórtán palestínskir vígamenn létu lífið þegar ísraelsk herþyrla skaut flugskeytum að þjálfunarbúðum Hamas-hreyfingarinnar á Gaza-svæðinu. Þrjátíu til viðbótar særðust í einhverri mannskæðustu loftárás Ísraela á Palestínumenn frá því átök þeirra á milli brutust út fyrir tæpum fjórum árum síðan. Ísraelar hafa hert aðgerðir sínar gegn Palestínumönnum eftir að tveir Hamas-liðar sprengdu sig í loft upp í strætisvagni í ísraelsku borginni Beersheba og drápu sextán manns. Gaza-svæðinu hefur meðal annars verið skipt í þrennt og er óheimilt að ferðast á milli aðskildra svæða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×