Hver tekur við af Sir Bobby? 2. september 2004 00:01 Enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle hefur hafið leit að arftaka Sir Bobby Robson en honum var vikið úr stól framkvæmdastjóra félagsins á dögunum eftir að hafa verið við stjórnvölinn í fimm ár. Aðalástæðan fyrir brottvikningu Robsons var sögð slæm byrjun Newcastle í deildinni en hins vegar hefur sterkur orðrómur verið á kreiki í þó nokkurn tíma um óánægju nokkurra leikmanna með gamla manninn. Forráðamenn Newcastle hafa látið hafa eftir sér að þeir muni taka sér þann tíma sem þeir þurfi til að ráða nýjan framkvæmdastjóra - þeir vilji einfaldlega þann besta. Við skulum líta á nokkra sem nefndir hafa verið til sögunnar sem mögulegir framkvæmdastjórar félagsins. Steve McClaren. Hann er einna efstur á óskalista Newcastle enda talinn einn af bestu framkvæmdastjórum deildarinnar. Hann leiddi Middlesbrough til fyrsta titils félagsins á síðasta tímabili þegar félagið hampaði sigri í Carling-bikarkeppninni. Því er talið afar ólíklegt að forráðamenn félagsins sleppi þessum fyrrverandi lærlingi Sir Alex Ferguson. Nýleg ummæli McClarens taka í raun af allan vafa um vilja hans: "Ég er mjög ánægður hjá Middlesbrough og hef ekki áhuga á að yfirgefa félagið." Steve Bruce. Bruce er fæddur í Newcastle og hefur aldrei farið leynt með aðdáun sína á félaginu. Hann hefur gert frábæra hluti með Birmingham og komið þeim á kortið eftir áralanga dvöl í 1. deild og gerði fyrir þetta tímabil fimm ára samning við félagið. Vitað er að forráðamenn Birmingham gera allt sem í þeirra valdi stendur til að halda í Bruce, sem var á sínum tíma afar sigursæll leikmaður með Manchester United. Hins vegar er einnig vitað að Bruce er afar metnaðarfullur og ætlar sér að klifra upp framkvæmdastjórastigann og staðan hjá Newcastle er án efa ein sú stærsta í enska boltanum. Kevin Keegan. Dýrkaður og dáður í Newcastle og þar í borg er hann litinn nánast sömu augum og Maradona í Argentínu. Var framkvæmdastjóri félagsins frá 1992 til 1997 og gerbylti öllu hjá félaginu. Liðið var á leiðinni niður í 2. deild þegar Keegan tók við en hann sneri við blaðinu og kom liðinu upp í úrvalsdeild þar sem það varð fljótlega eitt af betri og skemmtilegri liðum deildarinnar. Keegan hvarf frá Newcastle án þess að hafa náð í titlil þrátt fyrir að hafa eytt stórum fúlgum í leikmenn og mörg kaup hans þóttu vafasöm. Hann er nú framkvæmdastjóri Manchester City og forráðamenn þess félags vilja halda í hann. Aðdáendur Newcastle vilja Keegan aftur en forráðamenn félagsins eru meira efins. Sam Allardyce. Allardyce hefur unnið frábært starf hjá Bolton og breytt liðinu úr jójó-liði í gott úrvalsdeildarfélag sem virðist hafa náð því að festa sig þar í sessi. Talið er að hinn hreinskilni Allardyce sé tregur til að yfirgefa Bolton en hann er á tíu ára samningi þar og stefnir ótrauður á að koma félaginu í fremstu röð. Síðan er auðvitað vafamál hvort forráðamenn Newcastle treysti Allardyce til starfans því hann hefur enga reynslu af því að stjórna félagi í fremstu röð. Gordon Strachan. Rauðhærði Skotinn þótti harður í horn að taka þegar hann var við stjórnvölinn hjá Southampton. Ákveðni hans og staðfesta gæti verið einmitt það sem Newcastle þarfnaðist einna mest. Á hinn bóginn er ekki vitað nákvæmlega hvernig ástandi Strachan er í því hann yfirgaf Southampton þremur mánuðum áður en síðasta tímabili lauk og sagðist þarfnast hvíldar frá fótboltanum. Hann hefur þó gefið í skyn áhuga á að snúa aftur í slaginn og talið er líklegt að draumastarf hans sé stjórnun skoska landsliðsins frekar en stjórnun félagsliðs. Alan Shearer og Terry Venables. Gæti verið draumablandan eða uppskrift að stórslysi. Alan Shearer er álíka vinsæll í Newcastle og Kevin Keegan. Shearer tilkynnti að nýhafið tímabil væri hans síðasta sem leikmanns og þá hefur hann greint frá áhuga á að snúa sér að þjálfun. Hann hefur þó sagt að hann sé ekki tilbúinn núna til að taka við af Robson. Venables er reyndur, hefur farið víða með misjöfnum árangri. Hann er ekki inni í myndinni sem framtíðarframkvæmdastjóri hjá Newcastle en þykir henta vel í að koma Shearer inn í starfið. Svo virðist sem forráðamenn Newcastle horfi til Alans Shearer sem framtíðarstjóra en spurningin virðist fyrst og fremst sú hvenær Shearer verði tilbúinn í slaginn. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Sjá meira
Enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle hefur hafið leit að arftaka Sir Bobby Robson en honum var vikið úr stól framkvæmdastjóra félagsins á dögunum eftir að hafa verið við stjórnvölinn í fimm ár. Aðalástæðan fyrir brottvikningu Robsons var sögð slæm byrjun Newcastle í deildinni en hins vegar hefur sterkur orðrómur verið á kreiki í þó nokkurn tíma um óánægju nokkurra leikmanna með gamla manninn. Forráðamenn Newcastle hafa látið hafa eftir sér að þeir muni taka sér þann tíma sem þeir þurfi til að ráða nýjan framkvæmdastjóra - þeir vilji einfaldlega þann besta. Við skulum líta á nokkra sem nefndir hafa verið til sögunnar sem mögulegir framkvæmdastjórar félagsins. Steve McClaren. Hann er einna efstur á óskalista Newcastle enda talinn einn af bestu framkvæmdastjórum deildarinnar. Hann leiddi Middlesbrough til fyrsta titils félagsins á síðasta tímabili þegar félagið hampaði sigri í Carling-bikarkeppninni. Því er talið afar ólíklegt að forráðamenn félagsins sleppi þessum fyrrverandi lærlingi Sir Alex Ferguson. Nýleg ummæli McClarens taka í raun af allan vafa um vilja hans: "Ég er mjög ánægður hjá Middlesbrough og hef ekki áhuga á að yfirgefa félagið." Steve Bruce. Bruce er fæddur í Newcastle og hefur aldrei farið leynt með aðdáun sína á félaginu. Hann hefur gert frábæra hluti með Birmingham og komið þeim á kortið eftir áralanga dvöl í 1. deild og gerði fyrir þetta tímabil fimm ára samning við félagið. Vitað er að forráðamenn Birmingham gera allt sem í þeirra valdi stendur til að halda í Bruce, sem var á sínum tíma afar sigursæll leikmaður með Manchester United. Hins vegar er einnig vitað að Bruce er afar metnaðarfullur og ætlar sér að klifra upp framkvæmdastjórastigann og staðan hjá Newcastle er án efa ein sú stærsta í enska boltanum. Kevin Keegan. Dýrkaður og dáður í Newcastle og þar í borg er hann litinn nánast sömu augum og Maradona í Argentínu. Var framkvæmdastjóri félagsins frá 1992 til 1997 og gerbylti öllu hjá félaginu. Liðið var á leiðinni niður í 2. deild þegar Keegan tók við en hann sneri við blaðinu og kom liðinu upp í úrvalsdeild þar sem það varð fljótlega eitt af betri og skemmtilegri liðum deildarinnar. Keegan hvarf frá Newcastle án þess að hafa náð í titlil þrátt fyrir að hafa eytt stórum fúlgum í leikmenn og mörg kaup hans þóttu vafasöm. Hann er nú framkvæmdastjóri Manchester City og forráðamenn þess félags vilja halda í hann. Aðdáendur Newcastle vilja Keegan aftur en forráðamenn félagsins eru meira efins. Sam Allardyce. Allardyce hefur unnið frábært starf hjá Bolton og breytt liðinu úr jójó-liði í gott úrvalsdeildarfélag sem virðist hafa náð því að festa sig þar í sessi. Talið er að hinn hreinskilni Allardyce sé tregur til að yfirgefa Bolton en hann er á tíu ára samningi þar og stefnir ótrauður á að koma félaginu í fremstu röð. Síðan er auðvitað vafamál hvort forráðamenn Newcastle treysti Allardyce til starfans því hann hefur enga reynslu af því að stjórna félagi í fremstu röð. Gordon Strachan. Rauðhærði Skotinn þótti harður í horn að taka þegar hann var við stjórnvölinn hjá Southampton. Ákveðni hans og staðfesta gæti verið einmitt það sem Newcastle þarfnaðist einna mest. Á hinn bóginn er ekki vitað nákvæmlega hvernig ástandi Strachan er í því hann yfirgaf Southampton þremur mánuðum áður en síðasta tímabili lauk og sagðist þarfnast hvíldar frá fótboltanum. Hann hefur þó gefið í skyn áhuga á að snúa aftur í slaginn og talið er líklegt að draumastarf hans sé stjórnun skoska landsliðsins frekar en stjórnun félagsliðs. Alan Shearer og Terry Venables. Gæti verið draumablandan eða uppskrift að stórslysi. Alan Shearer er álíka vinsæll í Newcastle og Kevin Keegan. Shearer tilkynnti að nýhafið tímabil væri hans síðasta sem leikmanns og þá hefur hann greint frá áhuga á að snúa sér að þjálfun. Hann hefur þó sagt að hann sé ekki tilbúinn núna til að taka við af Robson. Venables er reyndur, hefur farið víða með misjöfnum árangri. Hann er ekki inni í myndinni sem framtíðarframkvæmdastjóri hjá Newcastle en þykir henta vel í að koma Shearer inn í starfið. Svo virðist sem forráðamenn Newcastle horfi til Alans Shearer sem framtíðarstjóra en spurningin virðist fyrst og fremst sú hvenær Shearer verði tilbúinn í slaginn.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Sjá meira