Hver tekur við af Sir Bobby? 2. september 2004 00:01 Enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle hefur hafið leit að arftaka Sir Bobby Robson en honum var vikið úr stól framkvæmdastjóra félagsins á dögunum eftir að hafa verið við stjórnvölinn í fimm ár. Aðalástæðan fyrir brottvikningu Robsons var sögð slæm byrjun Newcastle í deildinni en hins vegar hefur sterkur orðrómur verið á kreiki í þó nokkurn tíma um óánægju nokkurra leikmanna með gamla manninn. Forráðamenn Newcastle hafa látið hafa eftir sér að þeir muni taka sér þann tíma sem þeir þurfi til að ráða nýjan framkvæmdastjóra - þeir vilji einfaldlega þann besta. Við skulum líta á nokkra sem nefndir hafa verið til sögunnar sem mögulegir framkvæmdastjórar félagsins. Steve McClaren. Hann er einna efstur á óskalista Newcastle enda talinn einn af bestu framkvæmdastjórum deildarinnar. Hann leiddi Middlesbrough til fyrsta titils félagsins á síðasta tímabili þegar félagið hampaði sigri í Carling-bikarkeppninni. Því er talið afar ólíklegt að forráðamenn félagsins sleppi þessum fyrrverandi lærlingi Sir Alex Ferguson. Nýleg ummæli McClarens taka í raun af allan vafa um vilja hans: "Ég er mjög ánægður hjá Middlesbrough og hef ekki áhuga á að yfirgefa félagið." Steve Bruce. Bruce er fæddur í Newcastle og hefur aldrei farið leynt með aðdáun sína á félaginu. Hann hefur gert frábæra hluti með Birmingham og komið þeim á kortið eftir áralanga dvöl í 1. deild og gerði fyrir þetta tímabil fimm ára samning við félagið. Vitað er að forráðamenn Birmingham gera allt sem í þeirra valdi stendur til að halda í Bruce, sem var á sínum tíma afar sigursæll leikmaður með Manchester United. Hins vegar er einnig vitað að Bruce er afar metnaðarfullur og ætlar sér að klifra upp framkvæmdastjórastigann og staðan hjá Newcastle er án efa ein sú stærsta í enska boltanum. Kevin Keegan. Dýrkaður og dáður í Newcastle og þar í borg er hann litinn nánast sömu augum og Maradona í Argentínu. Var framkvæmdastjóri félagsins frá 1992 til 1997 og gerbylti öllu hjá félaginu. Liðið var á leiðinni niður í 2. deild þegar Keegan tók við en hann sneri við blaðinu og kom liðinu upp í úrvalsdeild þar sem það varð fljótlega eitt af betri og skemmtilegri liðum deildarinnar. Keegan hvarf frá Newcastle án þess að hafa náð í titlil þrátt fyrir að hafa eytt stórum fúlgum í leikmenn og mörg kaup hans þóttu vafasöm. Hann er nú framkvæmdastjóri Manchester City og forráðamenn þess félags vilja halda í hann. Aðdáendur Newcastle vilja Keegan aftur en forráðamenn félagsins eru meira efins. Sam Allardyce. Allardyce hefur unnið frábært starf hjá Bolton og breytt liðinu úr jójó-liði í gott úrvalsdeildarfélag sem virðist hafa náð því að festa sig þar í sessi. Talið er að hinn hreinskilni Allardyce sé tregur til að yfirgefa Bolton en hann er á tíu ára samningi þar og stefnir ótrauður á að koma félaginu í fremstu röð. Síðan er auðvitað vafamál hvort forráðamenn Newcastle treysti Allardyce til starfans því hann hefur enga reynslu af því að stjórna félagi í fremstu röð. Gordon Strachan. Rauðhærði Skotinn þótti harður í horn að taka þegar hann var við stjórnvölinn hjá Southampton. Ákveðni hans og staðfesta gæti verið einmitt það sem Newcastle þarfnaðist einna mest. Á hinn bóginn er ekki vitað nákvæmlega hvernig ástandi Strachan er í því hann yfirgaf Southampton þremur mánuðum áður en síðasta tímabili lauk og sagðist þarfnast hvíldar frá fótboltanum. Hann hefur þó gefið í skyn áhuga á að snúa aftur í slaginn og talið er líklegt að draumastarf hans sé stjórnun skoska landsliðsins frekar en stjórnun félagsliðs. Alan Shearer og Terry Venables. Gæti verið draumablandan eða uppskrift að stórslysi. Alan Shearer er álíka vinsæll í Newcastle og Kevin Keegan. Shearer tilkynnti að nýhafið tímabil væri hans síðasta sem leikmanns og þá hefur hann greint frá áhuga á að snúa sér að þjálfun. Hann hefur þó sagt að hann sé ekki tilbúinn núna til að taka við af Robson. Venables er reyndur, hefur farið víða með misjöfnum árangri. Hann er ekki inni í myndinni sem framtíðarframkvæmdastjóri hjá Newcastle en þykir henta vel í að koma Shearer inn í starfið. Svo virðist sem forráðamenn Newcastle horfi til Alans Shearer sem framtíðarstjóra en spurningin virðist fyrst og fremst sú hvenær Shearer verði tilbúinn í slaginn. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Fleiri fréttir Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Sjá meira
Enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle hefur hafið leit að arftaka Sir Bobby Robson en honum var vikið úr stól framkvæmdastjóra félagsins á dögunum eftir að hafa verið við stjórnvölinn í fimm ár. Aðalástæðan fyrir brottvikningu Robsons var sögð slæm byrjun Newcastle í deildinni en hins vegar hefur sterkur orðrómur verið á kreiki í þó nokkurn tíma um óánægju nokkurra leikmanna með gamla manninn. Forráðamenn Newcastle hafa látið hafa eftir sér að þeir muni taka sér þann tíma sem þeir þurfi til að ráða nýjan framkvæmdastjóra - þeir vilji einfaldlega þann besta. Við skulum líta á nokkra sem nefndir hafa verið til sögunnar sem mögulegir framkvæmdastjórar félagsins. Steve McClaren. Hann er einna efstur á óskalista Newcastle enda talinn einn af bestu framkvæmdastjórum deildarinnar. Hann leiddi Middlesbrough til fyrsta titils félagsins á síðasta tímabili þegar félagið hampaði sigri í Carling-bikarkeppninni. Því er talið afar ólíklegt að forráðamenn félagsins sleppi þessum fyrrverandi lærlingi Sir Alex Ferguson. Nýleg ummæli McClarens taka í raun af allan vafa um vilja hans: "Ég er mjög ánægður hjá Middlesbrough og hef ekki áhuga á að yfirgefa félagið." Steve Bruce. Bruce er fæddur í Newcastle og hefur aldrei farið leynt með aðdáun sína á félaginu. Hann hefur gert frábæra hluti með Birmingham og komið þeim á kortið eftir áralanga dvöl í 1. deild og gerði fyrir þetta tímabil fimm ára samning við félagið. Vitað er að forráðamenn Birmingham gera allt sem í þeirra valdi stendur til að halda í Bruce, sem var á sínum tíma afar sigursæll leikmaður með Manchester United. Hins vegar er einnig vitað að Bruce er afar metnaðarfullur og ætlar sér að klifra upp framkvæmdastjórastigann og staðan hjá Newcastle er án efa ein sú stærsta í enska boltanum. Kevin Keegan. Dýrkaður og dáður í Newcastle og þar í borg er hann litinn nánast sömu augum og Maradona í Argentínu. Var framkvæmdastjóri félagsins frá 1992 til 1997 og gerbylti öllu hjá félaginu. Liðið var á leiðinni niður í 2. deild þegar Keegan tók við en hann sneri við blaðinu og kom liðinu upp í úrvalsdeild þar sem það varð fljótlega eitt af betri og skemmtilegri liðum deildarinnar. Keegan hvarf frá Newcastle án þess að hafa náð í titlil þrátt fyrir að hafa eytt stórum fúlgum í leikmenn og mörg kaup hans þóttu vafasöm. Hann er nú framkvæmdastjóri Manchester City og forráðamenn þess félags vilja halda í hann. Aðdáendur Newcastle vilja Keegan aftur en forráðamenn félagsins eru meira efins. Sam Allardyce. Allardyce hefur unnið frábært starf hjá Bolton og breytt liðinu úr jójó-liði í gott úrvalsdeildarfélag sem virðist hafa náð því að festa sig þar í sessi. Talið er að hinn hreinskilni Allardyce sé tregur til að yfirgefa Bolton en hann er á tíu ára samningi þar og stefnir ótrauður á að koma félaginu í fremstu röð. Síðan er auðvitað vafamál hvort forráðamenn Newcastle treysti Allardyce til starfans því hann hefur enga reynslu af því að stjórna félagi í fremstu röð. Gordon Strachan. Rauðhærði Skotinn þótti harður í horn að taka þegar hann var við stjórnvölinn hjá Southampton. Ákveðni hans og staðfesta gæti verið einmitt það sem Newcastle þarfnaðist einna mest. Á hinn bóginn er ekki vitað nákvæmlega hvernig ástandi Strachan er í því hann yfirgaf Southampton þremur mánuðum áður en síðasta tímabili lauk og sagðist þarfnast hvíldar frá fótboltanum. Hann hefur þó gefið í skyn áhuga á að snúa aftur í slaginn og talið er líklegt að draumastarf hans sé stjórnun skoska landsliðsins frekar en stjórnun félagsliðs. Alan Shearer og Terry Venables. Gæti verið draumablandan eða uppskrift að stórslysi. Alan Shearer er álíka vinsæll í Newcastle og Kevin Keegan. Shearer tilkynnti að nýhafið tímabil væri hans síðasta sem leikmanns og þá hefur hann greint frá áhuga á að snúa sér að þjálfun. Hann hefur þó sagt að hann sé ekki tilbúinn núna til að taka við af Robson. Venables er reyndur, hefur farið víða með misjöfnum árangri. Hann er ekki inni í myndinni sem framtíðarframkvæmdastjóri hjá Newcastle en þykir henta vel í að koma Shearer inn í starfið. Svo virðist sem forráðamenn Newcastle horfi til Alans Shearer sem framtíðarstjóra en spurningin virðist fyrst og fremst sú hvenær Shearer verði tilbúinn í slaginn.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Fleiri fréttir Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Sjá meira