Erlent

Bush lofsamaður á flokksþingi

George Bush er sterk hetja sem sýndi hryðjuverkamönnum í tvo heimana. Þetta voru skilaboðin sem ræðumenn á flokksþingi repúblíkana sendu í gærkvöldi. Aðalræðumenn kvöldsins voru þingmaðurinn John McCain og fyrrverandi borgarstjóri New York borgar, Rudy Guiliani. Þeir báru lof á Bush og stjórn hans í ólgusjónum eftir hryðjuverkaárásirnar ellefta september 2001, og sögðu umdeildar aðgerðir sem gripið hefur verið til síðan, nauðsynlegar til að sigra óvininn. John McCain, Rudy Guiliani, og aðrir ræðumenn gagnrýndu einnig demókratann John Kerry og sögðu hann ekki hæfan til að gegna embætti forseta. Kannanir benda til þess að Kerry þurfi raunar að herða róðurinn til að sannfæra kjósendur og aðra, því að fylgi hans dalar sem stendur á meðan Bush sækir á.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×