Erlent

Hamas ábyrg fyrir sjálfmorðsárásum

Tveir menn sprengdu sig í loft upp í strætisvögnum í Ísrael í dag með þeim afleiðingum að fimmtán fórust. Þetta eru fyrstu sjálfsmorðsárásirnar í Ísrael í tæpt hálft ár. Palestínskir hryðjuverkamenn stigu um borð hvor í sinn strætisvagninn á sama tíma og sprengdu sig í loft upp fáeinum augnablikum síðar. Síðdegis sendu Hamas-samtökin frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að hryðjuverkamenn þeirra hefði staðið fyrir árásunum í hefndarskyni fyrir morðin á tveimur leiðtogum samtakanna fyrr á árinu. Árásin hefur alls staðar verið fordæmd, en hún er einnig talin geta gert Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, enn erfiðara um vik við að hrinda áformum sínum um brotthvarf frá Gasa-ströndinni í framkvæmd.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×