Erlent

Góðar fréttir fyrir reykingamenn

Rannsóknir á nýju hjálparmeðali fyrir reykingamenn á amtssjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn sýna að 40 prósentum þeirra sem nota lyfið tekst að losna við sígaretturnar í eitt skipti fyrir öll. Nýja lyfið er pilla sem heitir Variniklæn. Yfirlæknir sjúkrahússins, Phillip Tönnesen segir að þessi pilla sé allt öðru vísi en plástrar, tyggjó og nefúðar sem veiti tóbaksfíklum misstóra nikótínskammta. Variniklæn innihaldi ekkert nikótín en dragi þess í stað úr áhrifum nikótíns á heilann. 250 manns sem höfðu áður reynt að hætta reykingum án árangurs tóku þátt í tilrauninni. Lyfjafyrirtækið Pfæser, sem stóð að tilrauninni segir að lyfið verði ekki sett á markað fyrr en eftir eitt til tvö ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×